Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Metúsalem Jónsson

(1818 – 15. maí 1850)
. Bóndi. Foreldrar: Jón Jónsson í Möðrudal á Fjöllum (Sigurðssonar „tuggu“) og kona hans Aðalbjörg Árnadóttir á Burstarfelli, Sigurðssonar. Bóndi í Möðrudal 1842 –50 móti Sigurði bróður sínum. Nafnkunnur burðamaður og almennt nefndur Metúsalem sterki. Kona (1841): Kristbjörg (d. 1907) Þórðardóttir á Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar; hún átti síðar síra Pétur Jónsson á Valþjófsstað (s. k. hans). Börn Metúsalems og hennar: Jón bjó í Möðrudal, Víðidal, Brú og Fossvöllum, fór þaðan til Vesturheims 1883 með konu og börn, Ragnhildur Björg átti síra Stefán Pétursson á Desjarmýri og Hjaltastað, Aðalbjörg Guðrún átti fyrr Jón Jónsson á Eiríksstöðum, síðar Jón Andrésson Kjerúlf á Melum í Fljótsdal (H.St.: Þættir úr sögu Möðrudals á Efra-Fjalli, Ak. 1941).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.