Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Metúsalem Einarsson

(12. okt. 1850– 22. okt. 1922)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Einar gullsmiður Einarsson á Burstarfelli og kona hans Salín Metúsalemsdóttir á Burstarfelli, Árnasonar, Bóndi á Burstarfelli og bjó blómabúi; var heimili hans og til fyrirmyndar um snyrtimennsku og híbýlaþrifnað.

Kona (5. júlí 1876): Elín Ólafsdóttir á Sveinsstöðum í Húnaþingi, Jónssonar. Börn þeirra: Ólafur kaupfélagsstjóri á Vopnafirði, Einar bankabókari á Seyðisfirði, Oddný Salín óg., Metúsalem á Burstarfelli, Oddný Aðalbjörg átti Friðrik hreppstjóra Sigurjónsson í Ytri-Hlíð, Halldór og Björn fóru til Vesturheims (H.St.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.