Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Metusalem Magnússon

(5. dec. 1832–6. mars 1905)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Magnús hreppstjóri Ásmundsson á Halldórsstöðum í Laxárdal og kona hans Sigríður Þórarinsdóttir. Stundaði framan af jarðyrkjustörf vor og haust, en sagði til börnum á vetrum. Bjó fyrst á Bakka á Langanesströndum, frá 1870 að Helluvaði, 1879 á Einarsstöðum, en síðustu árin að Arnarvatni. Starfsmaður mikill og afkastasamur, Var hreppstjóri í Skeggjastaðahreppi, en gegndi hreppsnefndarstörfum í öðrum sveitum, þar er hann bjó.

Kona 1: Þorbjörg Þorsteinsdóttir ríka Eyfirðings á Bakka á Langanesströndum. Dóttir þeirra: Sigríður Björg átti síra Lárus Eysteinsson.

Kona 2 (1869): Karolína Helgadóttir að Helluvaði, Helgasonar. Dóttir þeirra: Halldóra átti Jón Þorsteinsson skáld að Arnarvatni (Óðinn II; Os)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.