Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Matthías Þórðarson

(um 1753 30. jan. 1793)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Þórður stúdent Ólafsson í Vigur og kona hans Margrét Eiríksdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1767, stúdent 20. maí 1773, virðist hafa verið baldinn nokkuð í skóla. Bjó á Eyri í Seyðisfirði, hraustmenni að burðum og fimur, góður búmaður og einn hinn bezti formaður við Ísafjarðardjúp, sókti oft um prestaköll, en fekk ekki, mun ekki hafa þókt vel fallinn til prestskapar, en var vel látinn og góðgerðasamur.

Kona (1776). Rannveig (f. 1754, d. 9. ág. 1831) Guðlaugsdóttir prests að „ Vatnsfirði, Sveinssonar.

Börn þeirra: Ólafur á Eyri, Rannveig átti síra Ásgeir Jónsson í Holti í Önundarfirði, síra Jón í Arnarbæli. Rannveig ekkja hans átti síðar (1805) Kristján dbrm. Guðmundsson í Vigur (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.