Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Matthías Ólafsson

(25. júní 1857–8. febr. 1942)
. Kaupmaður, alþm. o. fl. Foreldrar: Ólafur (d. 31. dec. 1899, 80 ára) Jónsson í Haukadal í Dýrafirði og kona hans Ingibjörg (d. 24. júní 1911, 88 ára) Jónsdóttir í Stapadal, Bjarnasonar. Lauk gagnfræðaprófi á Möðruvöllum 1882. Var við veræzlunarstörf 1883–92; stundaði jafnframt kennslu; stofnaði ásamt fjórum mönnum. öðrum fyrsta barnaskóla í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1885 og kenndi við hann til 1889. Var ýmist verzlunarstjóri eða kaupmaður í Haukadal 1892–1914. Gekkst fyrir stofnun sparisjóðs Vestur-Ísafjarðarsýslu og stofnun vátryggingarfélaga í Þingeyrarhreppi. Var lengi sýslunefndarmaður, í hreppsnefnd og vann fleiri félagsmálastörf. Þm. V.Ís. 1912–19. Fluttist til Rv. 1914 og gerðist þá erindreki Fiskifél. Íslands. Var í Bandaríkjunum 1917–18 á vegum fiskifélags og ríkisstjórnar til þess að kynnast markaðshorfum; ferðaðist einnig um Ítalíu og Spán. Gjaldkeri Landsverzlunar, síðar Olíuverzlunar Íslands 1920–35. Fluttist þá til Borgarness. Kona (21. sept. 1888): Marsibil Ólafsdóttir skipstjóra á Þingeyri, Péturssonar. Börn þeirra: Hulda hjúkrunarkona átti Helga lækni Guðmundsson í Keflavík, Sigríður (dáin) átti Magnús símastjóra Richardsson á Borðeyri, Hlíf átti Ólaf skipstjóra Magnússon, Ólafur skrifstofustjóri í Rv., Jón loftskeytamaður, Ingólfur stöðvarstjóri í Gufunesi (dáinn), Örn skrifstofumaður (Br7.; Alþingismannatal o.fl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.