Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Matthías Ásgeirsson

(16. maí 1893 – 4. mars 1946)
. Skattstjóri. Foreldrar: Ásgeir (f. 28. júlí 1855) Ásgeirsson á Svarthamri í Álftafirði og kona hans Guðmundína (f. 26. ág. 1859) Matthíasdóttir í Sveinshúsum, Guðmundssonar. Stundaði nám í verzlunarskóla í Kh. Rak verzlun um hríð á Ísafirði, en gerðist síðan skrifari og síðar fulltrúi bæjarfógeta á Ísafirði; nokkrum sinnum settur til að gegna embættinu í forföllum eða fjarveru bæjarfógeta. Skipaður skattstjóri á Ísafirði 1. febr. 1944 og gegndi því starfi til æviloka. Bæjarfulltrúi um skeið. Kona (20. dec. 1919): Sigríður (f. 3. dec. 1896) Gísladóttir hreppstjóra á Álftamýri, Ásgeirssonar. Börn þeirra: Guðný átti Garðar skipstj. Finnsson á Ísafirði, Áslaug átti Hans lækni Svane, Svandís átti Hauk lækni Kristjánsson (Kr.J.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.