Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Matthías Ásgeirsson

(15. júní 1809–5. sept. 1859)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Síra Ásgeir Jónsson í Holti í Önundarfirði og kona hans Rannveig Matthíasdóttir stúdents að Fæti í Seyðisfirði, Þórðarsonar. Ólst frá bernsku upp í Vigur, hjá Kristjáni dbrm. Guðmundssyni, sem átti móðurmóður hans.. Bjó á Eyri í Seyðisfirði (nema 5 ár í Flatey) og varð þar bráðkvaddur. Vel gefinn maður og skáldmæltur (sjá Lbs.). Orðlagður sjómaður, afreksmaður og allra manna fræknastur, rausnarmaður og vinsæll, nokkuð drykkfelldur, sem ættmenn hans.

Kona (1833): Kristín Gunn" 479 laugsdóttir prests að Ríp, Magnússonar. Synir þeirra: Guðmundur fór utan ungur, Kristján hreppstjóri á Eiði í Hestfirði. Launsonur Matthíasar (fyrir hjónaband): Ólafur (Gils Guðmundsson: Frá yztu nesjum; M. Joch.: Sögukaflar af sjálfum mér; SGrBf.; Holtsprestar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.