Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Matthías Jochumsson
(13. nóv. [11. nóv., Vita] 1835–18. nóv. 1920)
Prestur, skáld.
Foreldrar: Jochum Magnússon að Skógum í Þorskafirði og kona hans Þóra Einarsdóttir í Skáleyjum, Ólafssonar. Var í Kh. veturinn 1856–" að nema verzIunarfræði. Lærði síðan skólanám hjá Brynjólfi kaupmanni Bogasyni Benediktsen í Flatey.
Tekinn í 3. bekk Reykjavíkurskóla 1859, stúdent 1863, með 1. einkunn (85 st.), próf úr Prestaskóla 1865, með 1. einkunn (49 st.). Fekk Kjalarnesþing 23. ág. 1866, vígðist 12. maí 1867, Hjaltabakka 10. maí 1870, en fekk leyfi að vera kyrr, átti heima að Móum, fekk þar lausn frá prestskap 14. október 1873, og var hann næsta vetur, 1873–4, í Englandi (hafði og verið utan 1871–2). Varð síðan ritstjóri Þjóðólfs. Fekk Odda 19. ág. 1880, Akureyri 25. maí 1886, fekk þar lausn frá prestskap 1. dec. 1899. Var í- sálmabókarnefnd 1878. R. af dbr. 30. nóv. 1899, dbrm. 1. maí 1906, heiðursdoktor í guðfræði í háskóla Íslands 1920, heiðursborgari Akureyrar 11. nóv. 1920. Var fulltrúi Íslands á Chicago-sýningunni 1893 og oft eftir það utanlands. Ritstörf: Útilegumennirnir, Rv. 1864 (2. pr. 1898, „Skuggasveinn“); Víg Snorra Sturlusonar, Eskif. 1879; Ljóðmæli, Rv. 1884; Kveðja, Rv. 1887; Helgi hinn magri, Rv. 1890; Chicagoför mín, Ak. 1895; Grettisljóð, Ísaf. 1897; Hinn sanni Þjóðvilji, Rv. 1898; Vesturfararnir, Rv. 1898; Jón Arason, Ísaf. 1900; Aldamót, Rv. 1901 og Wp. 1901; Ljóðmæli, Seyðisf. og Rv. 1902–6; Frá Danmörku, Kh. 1905; Hólaljóð, Rv. 1910; Ferð um fornar stöðvar, Rv. 1913; Smáþættir, Rv. 1913; Sögukaflar af sjálfum mér, Ak. 1922; Úrvalsljóð, Rv. 1935; Bréf, Ak. 1935; Ljóðmæli, Rv. 1936; Ljóðmæli, úrval, Rv. 1945. Ritstj. Þjóðólfs 26.–32. árg., Lýðs, Ak. 1889–91. Þýð.: Tegnér: Friðþjófssaga, Rv. 1866 (og síðar); Shakespeare: Macbeth, Rv. 1874; Hamlet, Rv. 1878; Óthelló, Rv. 1882; Romeó og Júlía, Rv. 1887; Byron: Manfred, Kh. 1875, Rv. 1937; Topelius: Sögur herlæknisins, Kh. 1898; sama rit, Ísaf. 1904–9; Ibsen: Brandur, Rv. 1898; Hovden: Bóndinn; (með Steingrími Thorsteinson): Svanhvít, Rv. 1874. Auk þessa fjöldi greina og kvæða í tímaritum.
Kona 1 (9. dec. 1866): Elín Sigríður (f. 1838, d. 26. dec. 1868) Diðriksdóttir trésmiðs Knudsens í Rv.; þau áttu ekki börn, sem upp komust.
Kona 2 (21. júlí 1870): Ingveldur (f. 21. júlí 1839, d. 4. júní 1871) Ólafsdóttir prests Johnsens á Stað á Reykjanesi; þau bl.
Kona 3 (3. júlí 1875): Guðrún (f. 7. júní 1851, d. 6. nóv. 1923) Runólfsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Matthea Guðrún átti Svein Hallgrímsson, Steingrímur héraðslæknir á Akureyri, Þóra átti Þorstein ritstjóra Skaftason á Seyðisfirði, Halldóra kennari í Rv., Gunnar kaupmaður vestan hafs, Elín varð önnur kona Jóns tónskálds Laxdals, Ingveldur dó 1910 óg. og bl., Herdís f. k. Vigfúsar skrifstofustjóra Einarssonar, Magnús kaupmaður í Rv. (Vitæ ord. 1867; Minningarrit, Rv. 1905; Erfiminning, Ak. 1922; Aldarminning, Rv. 1935; Sunnanfari VI; Nýtt kirkjublað VIN; Bjarmi 5. og 14. árg.; Óðinn (víða); Skírnir (víða); Prestafélagsrit, 3. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf. og fjöldi greina í innl. og útl. blöðum og tímaritum, sjá bókaskrár og spjaldskrár).
Prestur, skáld.
Foreldrar: Jochum Magnússon að Skógum í Þorskafirði og kona hans Þóra Einarsdóttir í Skáleyjum, Ólafssonar. Var í Kh. veturinn 1856–" að nema verzIunarfræði. Lærði síðan skólanám hjá Brynjólfi kaupmanni Bogasyni Benediktsen í Flatey.
Tekinn í 3. bekk Reykjavíkurskóla 1859, stúdent 1863, með 1. einkunn (85 st.), próf úr Prestaskóla 1865, með 1. einkunn (49 st.). Fekk Kjalarnesþing 23. ág. 1866, vígðist 12. maí 1867, Hjaltabakka 10. maí 1870, en fekk leyfi að vera kyrr, átti heima að Móum, fekk þar lausn frá prestskap 14. október 1873, og var hann næsta vetur, 1873–4, í Englandi (hafði og verið utan 1871–2). Varð síðan ritstjóri Þjóðólfs. Fekk Odda 19. ág. 1880, Akureyri 25. maí 1886, fekk þar lausn frá prestskap 1. dec. 1899. Var í- sálmabókarnefnd 1878. R. af dbr. 30. nóv. 1899, dbrm. 1. maí 1906, heiðursdoktor í guðfræði í háskóla Íslands 1920, heiðursborgari Akureyrar 11. nóv. 1920. Var fulltrúi Íslands á Chicago-sýningunni 1893 og oft eftir það utanlands. Ritstörf: Útilegumennirnir, Rv. 1864 (2. pr. 1898, „Skuggasveinn“); Víg Snorra Sturlusonar, Eskif. 1879; Ljóðmæli, Rv. 1884; Kveðja, Rv. 1887; Helgi hinn magri, Rv. 1890; Chicagoför mín, Ak. 1895; Grettisljóð, Ísaf. 1897; Hinn sanni Þjóðvilji, Rv. 1898; Vesturfararnir, Rv. 1898; Jón Arason, Ísaf. 1900; Aldamót, Rv. 1901 og Wp. 1901; Ljóðmæli, Seyðisf. og Rv. 1902–6; Frá Danmörku, Kh. 1905; Hólaljóð, Rv. 1910; Ferð um fornar stöðvar, Rv. 1913; Smáþættir, Rv. 1913; Sögukaflar af sjálfum mér, Ak. 1922; Úrvalsljóð, Rv. 1935; Bréf, Ak. 1935; Ljóðmæli, Rv. 1936; Ljóðmæli, úrval, Rv. 1945. Ritstj. Þjóðólfs 26.–32. árg., Lýðs, Ak. 1889–91. Þýð.: Tegnér: Friðþjófssaga, Rv. 1866 (og síðar); Shakespeare: Macbeth, Rv. 1874; Hamlet, Rv. 1878; Óthelló, Rv. 1882; Romeó og Júlía, Rv. 1887; Byron: Manfred, Kh. 1875, Rv. 1937; Topelius: Sögur herlæknisins, Kh. 1898; sama rit, Ísaf. 1904–9; Ibsen: Brandur, Rv. 1898; Hovden: Bóndinn; (með Steingrími Thorsteinson): Svanhvít, Rv. 1874. Auk þessa fjöldi greina og kvæða í tímaritum.
Kona 1 (9. dec. 1866): Elín Sigríður (f. 1838, d. 26. dec. 1868) Diðriksdóttir trésmiðs Knudsens í Rv.; þau áttu ekki börn, sem upp komust.
Kona 2 (21. júlí 1870): Ingveldur (f. 21. júlí 1839, d. 4. júní 1871) Ólafsdóttir prests Johnsens á Stað á Reykjanesi; þau bl.
Kona 3 (3. júlí 1875): Guðrún (f. 7. júní 1851, d. 6. nóv. 1923) Runólfsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Matthea Guðrún átti Svein Hallgrímsson, Steingrímur héraðslæknir á Akureyri, Þóra átti Þorstein ritstjóra Skaftason á Seyðisfirði, Halldóra kennari í Rv., Gunnar kaupmaður vestan hafs, Elín varð önnur kona Jóns tónskálds Laxdals, Ingveldur dó 1910 óg. og bl., Herdís f. k. Vigfúsar skrifstofustjóra Einarssonar, Magnús kaupmaður í Rv. (Vitæ ord. 1867; Minningarrit, Rv. 1905; Erfiminning, Ak. 1922; Aldarminning, Rv. 1935; Sunnanfari VI; Nýtt kirkjublað VIN; Bjarmi 5. og 14. árg.; Óðinn (víða); Skírnir (víða); Prestafélagsrit, 3. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf. og fjöldi greina í innl. og útl. blöðum og tímaritum, sjá bókaskrár og spjaldskrár).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.