Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Matthías Einarsson

(7. júní 1879 – 15. nóv. 1948)

. Læknir.

Foreldrar: Einar (d. 17. maí 1912, 66 ára) Pálsson veræzlunarmaður á Akureyri og kona hans María (d. 4. febr. 1920, 67 ára) Matthíasdóttir trésmiðs í Reykjavík, Markússonar.

Stúdent í Reykjavík 1898 með 1. einkunn (86 st.). Hóf nám í læknisfræði við háskólann í Kh., en hélt því áfram við læknaskólann í Rv. og lauk þar prófi 24. júní 1904 með 1. einkunn (18614 st.). Var á sjúkrahúsum erlendis 1904–05 og fór öðru hverju síðar utan. Starfandi læknir í Rv. frá 1905 til æviloka; læknir við franska sjó: mannaspítalann þar 1905–27; stundaði jafnframt lækningar við Landakotsspítalann í Rv.; yfirlæknir hans frá 1934 til æviloka. Talinn með fremstu skurðlæknum. Prófdómari við læknapróf frá 1918 til æviloka.

Var í stjórn Læknafélags Íslands um hríð, í stjórn Rauða kross Íslands frá 1926; í stjórn Íþróttasambands Íslands nokkur ár. Str.* af fálk. 1929 og hlaut einnig þrjú frönsk heiðursmerki: Officer d'Ac. 1913; Off. M. Mar. 1936; Off. Lég. d'Honn. 1937. Ritstörf: Skýrslur og ritgerðir um læknisfræðileg efni (sjá Lækn.). Kona (7. júní 1906): Ellen Ludvika (f. 10. apríl 1883) Matthíasdóttir kaupmanns í Rv., Johannessen. Börn þeirra: Matthías yfirumboðsmaður hjá Sjóvátryggingarfél. Íslands í Rv., María átti Sverri kaupmann Ragnars á Akureyri, Louisa listmálari átti Leland Bell listmálara í Bandaríkjum NorðurAmeríku (Lækn. o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.