Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Marínó (Jakob) Hafstein

(9. ág. 1867–6. júlí 1936)

Sýslumaður.

Foreldrar: Pétur amtmaður Havstein og síðasta kona hans Kristjana Gunnarsdóttir prests að Laufási, Gunnarssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1881, stúdent 1887, með 1. einkunn (89 st.), tók próf í lögfræði 23. okt. 1897, með 1. einkunn (121 st.). Fekk Strandasýslu 11. ág. 1899, bjó á Óspakseyri, fekk þar lausn með eftirlaunum 1. apr. 1909, var síðan um hríð aðstoðarmaður í sjórnarráði (atvinnudeild), dvaldist síðast að Svarfhóli í Stafholtstungum og andaðist þar.

Kona: Þórunn (f. 19. febr. 1877) Eyjólfsdóttir prests í Árnesi, Jónssonar.

Börn þeirra: Elín Elísabet, Pétur lögfræðingur, Jóhanna Lára, Hannes Þórður (d. 1933), Katrín Kristjana, Eyjólfur, Þórunn átti dr. Svein Þórðarson menntaskólakennara á Ak. (Óðinn XXXII; BB. Sýsl.; KlJ. Lögfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.