Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Marteinn Scheving

(1760–11. dec. 1795)

Stúdent.

Foreldrar: Hannes klausturhaldari Scheving og kona hans Rannveig Marteinsdóttir að Burstarfelli, Björnssonar. Lærði fyrst í heimaskóla, fór utan 1777, tekinn í Helsingjaeyrarskóla 13. júní 1778, stúdent 1783, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. okt. s.á., með 3. einkunn, hætti við nám, var 1788 settur regimentskvartermester í norskri hersveit, en við lok herferðarinnar fekk hann 96 rd. biðlaun, kom síðan til landsins, hafðist síðast við á Lambastöðum, hjá síra Geir Vídalín, síðar byskupi, og andaðist þar úr brjóstveiki, ókv. og bl. Hann var „ofláti“ og „fríþenkjari“, segir í sumum ættbókum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.