Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Marteinn Rögnvaldsson

(um 1635–1692)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Rögnvaldur Einarsson að Hólmum og kona hans Guðrún yngri Árnadóttir sýslumanns að Eiðum, Magnússonar.

Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1657, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 16. nóv. s. á., fekk (ásamt Oddi Eyjólfssyni, síðar presti í Holti) lof konungs fyrir þátttöku í vörn Kh. gegn Svíum, lögsagnari Þorsteins sýslum. Þorleifssonar í Múlaþingi um 1670–8, fekk þá þann hluta Múlaþings og hélt til æviloka, hafði umboð byskupstíunda og stólsjarða nokkurra 1678–8T, var á alþingi 1683 kjörinn með 3 öðrum til að fara á fund konungs til lagfæringar á kaupsetningunni.

Talinn vel að sér, stöðuglyndur, mikilmenni að burðum, vel efnum búinn. Bjó fyrst á Helgustöðum, síðar á Hallfreðarstöðum, síðast að Eiðum og andaðist þar.

Kona: Ragnheiður Einarsdóttir, Skúlasonar.

Börn þeirra: Páll sýslumaður að Eiðum, Guðrún eldri átti fyrr Ketil stúdent Björnsson (þau bl.), síðar Sigurð Magnússon í Njarðvík, Guðrún yngri átti Björn sýslumann Pétursson að Burstarfelli, Þuríður f. k. Vigfúsar Péturssonar á Hjartarstöðum, Jarþrúður átti síra Eirík Sölvason að Þingmúla, Einar í Meðalnesi, Steinunn átti síra Runólf Ketilsson, Guðrún yngsta átti Finn Böðvarsson prests á Valþjófsst.öðum, Sturlusonar (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.