Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Marteinn Einarsson

(– – 1576)

Byskup.

Foreldrar: Síra Einar skáld Snorrason á Stað á Ölduhrygg og fylgikona hans Ingiríður Jónsdóttir (að því er menn telja systir Stefáns byskups og mun það tæplega rétt).

Hann nam í skóla í Englandi 9 ár, kom síðan til landsins og var í þjónustu enskrar veræzlunar í Grindavík, en fór síðan til föður síns, prestur er hann orðinn fyrir 1533 og tók við Stað eftir föður sinn, er orðinn officialis 1538, varð byskup í Skálholti 1548, handtekinn af sonum Jóns byskups Arasonar í sept. 1549 og var í haldi fram á haust næsta ár, sagði af sér byskupsdæmi 1556, með því að honum þókti konungur ganga of mjög á réttindi stólsins, fluttist þá aftur að Staðastað, lét þar af prestskap 1569, en settist að á Álptanesi á Mýrum og var þar til æviloka. Hann var gæflyndur maður og valmenni, en þó svo skapmikill, að ekki vildi hann vera leiksoppur konungsvaldsins. Hann var maður mjög listfengur, hafði numið málaraíþrótt í Englandi, og var á fyrri árum fenginn til að skreyta höfuðkirkjur landsins, í Skálholti og að Hólum, o. fl. kirkjur. Var og skáldmæltur, sem þeir frændur fleiri, og er sálmabók hans (þ.e. þýðingar) pr. í Kh. 1555 (með handbók hans).

Börn hans: Síra Þórður í Hruna, síra Einar á Staðastað, Halldór á Álptanesi, Jón sýslumaður, Guðrún átti síra Einar Þórðarson á Melum (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.