Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Marteinn (Jóhann M.) Meulenberq

(30. okt. 1872 – 3. ág. 1941)

. Biskup. Foreldrar: Johan Meulenberg veitingamaður og kona hans Elisabeth, hollenzk að ætt. Fæddur í Hillensberg í Westfalen á Þýzkalandi.

Stundaði nám í Hollandi og Þýzkalandi. Var einnig við nám í háskóla í Algier í 5 ár. Prestvígður á erkistólnum í Algier 1899. Prestur í Reykjavík 1903 og dvaldist síðan á Íslandi til æviloka nema árin 1914–18.

Postullegur praefectus á Íslandi 1923. Skipaður fulltrúi páfa á Íslandi 7. júní 1929. Skipaður biskup á Hólum 28. júní s. á.; vígður biskupsvígslu í Kristskirkju í Rv. 25. júlí s.á. Lét reisa hina miklu Kristskirkju í Rv. og ennfremur þessar byggingar: viðbótarspítala við St. Josephs spítalann í Rv., spítala og kirkju í Hafnarfirði, nunnuklaustur og spítala í Stykkishólmi. Vel að sér í kirkjusögu Íslands. Íslenzkur ríkisborgari.

Var í reglu Montfort-bræðra.

Str. af fálk, 1926; Officier de TOrdre mérite Maritime 1933; Commandeur de IOrdre national de la Legion d'honneur 1936 (Brl;r0.4f1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.