Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Þórðarson

(1779–24. mars 1839)

Prestur.

Foreldrar: Þórður stúdent Ólafsson í Vigur og s. k. hans Valgerður Markúsdóttir prests í Flatey, Snæa bjarnarsonar. Lærði 3 vetur undir skóla hjá síra Markúsi Eyjólfssyni síðast á Söndum, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1797, stúdent 1. júní 1803 (1804, Vita), með ágætum vitnisburði, var þá 2 vetur hjá síra Markúsi á Söndum, síðan í Hvammi í Dýrafirði, bjó síðan stuttan tíma á Mýrum, vígðist 8. okt. 1809 aðstoðarprestur síra Jóns Sigurðssonar í Dýrafjarðarþingum, bjó þar lengstum að Ástríðarlæk, fekk Álptamýri 1817 og hélt til æviloka, hafði verið kararmaður af slagi frá 1836. Hann kemur við þjóðsagnir.

Kona (8. sept. 1808): Þorbjörg (f. 1784, d. 16. júlí 1862) Þorvaldsdóttir hreppstjóra í Hvammi, Sveinssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Matthías trésmiður í Holti í Reykjavík, Þorvaldur í Næfranesi, Guðbjörg átti Kristján Guðmundsson að Borg í Arnarfirði, Þórður í Austmannsdal, Sigríður átti Bjarna hreppstjóra Símonarson að Baulhúsum (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.