Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Ólafsson

(1544–1590)

Sýslumaður í Héraðsdal.

Foreldrar: Ólafur lögréttumaður Ormsson í Héraðsdal og kona hans Margrét Jónsdóttir. Var lögréttumaður og stórbóndi, hefir haldið Hegranesþing um 1585–90. Átti deilur við Guðbrand byskup, og er nafn hans og bróður hans (Jóns) heldur óþægilega tengt við Morðbréfabæklinga byskups (falsbréfin).

Kona: Ragnheiður Björnsdóttir prests á Mel, Jónssonar (byskups Arasonar), ekkja Sigurðar á Stokkseyri Bjarnasonar frá Klofa, Torfasonar.

Börn þeirra Markúsar: Rannveig átti Egil Jónsson að Geitaskarði, Sigurður í Héraðsdal, Margrét átti síra Snæbjörn Stefánsson í Odda, Ólafur í Gilhaga (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.