Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Markús Snæbjarnarson
(um 1708–25. jan. 1787)
Prestur.
Foreldrar: Snæbjörn (MálaSn.) lögréttumaður Pálsson á Sæbóli á Ingjaldssandi og Í. k. hans Kristín Magnúsdóttir digra í Vigur, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1730, stúdent 22. júní 1735, vígðist 19. maí 1737 aðstoðarprestur síra Jóns Halldórssonar á Þingvöllum (árinu fyrir synjaði byskup honum um vígslu vegna vanþekkingar í guðfræði), missti s. á. prestskap vegna of bráðrar barneignar með konu sinni, fekk uppreisn 14. mars 1738 og leyfi til að halda sama aðstoðarprestsstarfi, fekk staðinn eftir hann 1739, fekk Árnes 1745, fluttist þangað 1746, Flatey 2. dec. 1753 og hélt til æviloka. Fær allgóðan vitnisburð í skýrslum Harboes, en þó talinn harður og veraldlega sinnaður, enda var hann röggsamur og nokkuð deilugjarn og kvenhollur, auðugur að jarðeignum, en átti þó oft þröngt í búi. Hann var hneigður til íslenzkra fræða og hefir skrifað upp nokkur handrit, einnig hagmæltur (sjá Lbs.).
Kona (1737). Sesselja (f. um 1707, d. 11. maí 1795) Jónsdóttir prests á Þingvöllum, Halldórssonar, stórskorin og mikil vexti, en kölluð gæðakona. Dætur þeirra (þóktu líkjast móður sinni að álitum): Kristín átti síra Eggert Hákonarson í Flatey, Hólmfríður skáld í Flatey, Valgerður s.k. Þórðar stúdents Ólafssonar í Vigur (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Snæbjörn (MálaSn.) lögréttumaður Pálsson á Sæbóli á Ingjaldssandi og Í. k. hans Kristín Magnúsdóttir digra í Vigur, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1730, stúdent 22. júní 1735, vígðist 19. maí 1737 aðstoðarprestur síra Jóns Halldórssonar á Þingvöllum (árinu fyrir synjaði byskup honum um vígslu vegna vanþekkingar í guðfræði), missti s. á. prestskap vegna of bráðrar barneignar með konu sinni, fekk uppreisn 14. mars 1738 og leyfi til að halda sama aðstoðarprestsstarfi, fekk staðinn eftir hann 1739, fekk Árnes 1745, fluttist þangað 1746, Flatey 2. dec. 1753 og hélt til æviloka. Fær allgóðan vitnisburð í skýrslum Harboes, en þó talinn harður og veraldlega sinnaður, enda var hann röggsamur og nokkuð deilugjarn og kvenhollur, auðugur að jarðeignum, en átti þó oft þröngt í búi. Hann var hneigður til íslenzkra fræða og hefir skrifað upp nokkur handrit, einnig hagmæltur (sjá Lbs.).
Kona (1737). Sesselja (f. um 1707, d. 11. maí 1795) Jónsdóttir prests á Þingvöllum, Halldórssonar, stórskorin og mikil vexti, en kölluð gæðakona. Dætur þeirra (þóktu líkjast móður sinni að álitum): Kristín átti síra Eggert Hákonarson í Flatey, Hólmfríður skáld í Flatey, Valgerður s.k. Þórðar stúdents Ólafssonar í Vigur (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.