Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Skeggjason

(– – 14. eða 15. okt. 1107)

Lögsögumaður 1084–1107, skáld.

Foreldrar: Skeggi Bjarnason hins spaka (Þorsteinssonar goða, Þorkelssonar mána lögsögumanns) og kona hans Hallbera (Þórðars. hr., Halldóra, Landn.) Grímsdóttir, Oddasonar að Höfða í Höfðahverfi, Ásólfssonar flosa sst., Vémundarsonar sst., Þengilssonar mjögsiglanda.

Kona: Járngerður Ljótsdóttir (líkl. Mána-Ljóts, Mánasonar, Snorrasonar goða).

Börn þeirra: Skeggi, Valgerður átti Þórð prest Skúlason í Görðum á Akranesi. Eftir Markús er varðveitt drápa um Eirík eymuna, brot úr Knútsdrápu helga, Kristsdrápu og 2 lausavísur (Sn.-E, AM.; Knytl. Sjá og Íslb.; Ob. Isl.; Safn II; SD. Lögsm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.