Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Magnússon

(um 1685–21. sept. 1754)

Prestur.

Foreldrar: Síra Magnús Sigurðsson á Bergsstöðum og f. k. hans Steinunn Skúladóttir prests í Goðdölum, Magnússonar. Ólst að einhverju leyti upp hjá móðurföður sínum og lærði hjá honum, tekinn í Hólaskóla líklega 1703, stúdent 1709, vígðist s. á. (líkl. 26. maí) aðstoðarprestur móðurföður síns að Goðdölum, missti prestskap á s.á. eða 1710 fyrir lausaleiksbrot með þremenning sínum (Guðrúnu Eiríksdóttur eldra á Steinsstöðum, Guðmundssonar, og átti hún síðar Guðmund Björnsson að Ýrarfelli), bjó síðan í ýmsum stöðum, fekk uppreisn 4. apr. 1732, fekk Upsir í júlí 1743 og hélt til æviloka. Talinn kappgjarn í lund og mikilmenni að burðum.

Kona 1: Sunnifa (d. 1746) Gísladóttir prests að Blöndudalshólum, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Björn á Seljalandi í Hörðudal, Skúli að Hóli í Hörðudal, Sesselja fór í harðindum með dóttur sína vestur að Arnarstapa, Magnús, Gísli, Guðmundur, Steinunn (var lengi þjónustustúlka á Möðruvöllum, d. 19. mars 1809).

Kona 2 (16. sept. 1748). Sigríður (d. 24. okt. 1781 hjá bróður sínum Þorgeiri í Haga í Aðaldal, talin 62 ára) Þorláksdóttir. Af 3 dætrum þeirra komust upp: Hildur átti Arnþór Árnason að Auðnum í Aðaldal, Sunnifa barnfóstra á Ketilsstöðum á Völlum, d. 3. maí 1833 (Útfm., Viðey 1826; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.