Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Magnússon

(2. apr. 1748–21. ág. 1825)

Prestur, officialis.

Foreldrar: Síra Magnús Teitsson að Vatnsfirði og kona hans Ingibjörg Markúsdóttir sýslumanns í Ögri, Bergssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1766, stúdent 1770, varð s. á. skrifari landshagsnefndar, fór utan 1771, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 24. dec. s. á., baccalaureus 6. okt. 1774, vann þau ár að uppskriftum fornrita fyrir Suhm o. fl., kom til landsins með Hannesi byskupi 1777, en fór utan aftur sama haust, tók guðfræðapróf 15. júní 1779, með 3. einkunn, vígðist 2. okt. 1780 aðstoðarprestur síra Guðlaugs Þorgeirssonar í Görðum á Álptanesi, fekk það prestakall 23. júní 1781 (konungsstaðfesting 7. nóv. s. á.) og hélt til æviloka, varð prófastur í Kjalarnesþingi 1782, sagði því starfi af sér 1821. Var í byskupsstað (officialis, stiftprófastur) í Skálholtsbyskupsdæmi frá 18. ág. 1796 til 9. ág. 1797. Einn af stofnöndum lestrarfélags Suðurlands, landsuppfræðingarfélags, biblíufélags. Eftir hann er pr. í útfm. síra Arngríms Jónssonar (1816) og þýðing á Sturms-hugvekjum, Leirárg. og Beitist. 1797–1818, Viðey 1838.

Hann var merkismaður; taldist undan að taka að sér Hólastól 1787, er Hannes byskup nefndi það við hann. Hann var auðmaður, enda mjög hjálpsamur sóknarmönnum sínum, búmaður góður og ýtti mjög á eftir sóknarbændum sínum í garðrækt og jarðyrkju.

Kona 1 (1780): Guðný (d. í maí 1781) Guðlaugsdóttir prests í Görðum, Þorgeirssonar; þau bl.

Kona 2 (3. okt. 1781): Ragnheiður (d. 26. dec. 1786) Sigurðardóttir alþingisskrifara að Hlíðarenda, Sigurðssonar; áttu 3 börn, sem dóu ung.

Kona 3 (15. okt. 1787): Þuríður (f. 6. ág. 1743, d. 4. júní 1817) Ásmundsdóttir prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, Jónssonar, ekkja Jóns sýslumanns Eggertssonar á Hvítárvöllum; þau bl. (Vitæ ord.;' Útfm., Viðey 1826; HÞ. Guðfr.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.