Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Loptsson

(28. maí 1828–20. nóv. 1906)

Bóndi.

Foreldrar: Loptur Guðmundsson lengstum að Hjörleifshöfða og kona hans Þórdís Markúsdóttir á Bólstað í Mýrdal, Árnasonar. Bjó að Hjörleifshöfða.

Gegndi ýmsum sveitarstörfum.

Pr. eftir hann: Um jarðelda á Íslandi, Rv. 1880 (2. pr. aukin, Rv. 1930).

Kona 1 (1860): Guðrún Gunnarsdóttir í Görðum í Mýrdal, Einarssonar.

Sonur þeirra: Skúli var síðast í Rv.

Kona 2 (1864); Málmfríður Andrésdóttir í Holti í Mýrdal, Árnasonar.

Börn þeirra: Guðjón (eystra), Páll (eystra), Guðrún átti Björn Markússon að Gafli í Flóa.

Kona 3 (1890): Áslaug Skæringsdóttir í Skarðshlíð, Árnasonar.

Börn þeirra, er upp komust: Skæringur, Kjartan Leifur (Br7.; o.f.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.