Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Markús Jónsson
(um 1687–1747)
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Þórðarson að Tjörn í Svarfaðardal og kona hans Sigríður Markúsdóttir prests að Laufási, Geirssonar. Fekk Munkaþverárklaustursprestakall 22. apr. 1716, vígðist 3. maí s.á., varð 1730 aðstoðarprestur síra Halls Eiríkssonar að Höfða, fekk það prestakall 1737, eftir hann, og hélt til æviloka. Hann fekk því á orkað (konungsbréf 19. júní 1744), að sókn bæja til kirkna var breytt haganlegar í prestakalli hans. Fær heldur góðan vitnisburð í skýrslum Harboes.
Kona: Málmfríður (d. 1737) Hallsdóttir prests að Höfða, Eiríkssonar; (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Þórðarson að Tjörn í Svarfaðardal og kona hans Sigríður Markúsdóttir prests að Laufási, Geirssonar. Fekk Munkaþverárklaustursprestakall 22. apr. 1716, vígðist 3. maí s.á., varð 1730 aðstoðarprestur síra Halls Eiríkssonar að Höfða, fekk það prestakall 1737, eftir hann, og hélt til æviloka. Hann fekk því á orkað (konungsbréf 19. júní 1744), að sókn bæja til kirkna var breytt haganlegar í prestakalli hans. Fær heldur góðan vitnisburð í skýrslum Harboes.
Kona: Málmfríður (d. 1737) Hallsdóttir prests að Höfða, Eiríkssonar; (HÞ.; SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.