Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Jónsson

(um 1490– 1568 eða lengur)

. Foreldrar: Jón skafinn (d. 1494) Guðmundsson á Grýtubakka, svo í Gufunesi (Magnússonar, líkl. Oddssonar) og Solveig Sigurðardóttir, Jónssonar (Narfasonar lögmanns, Sveinssonar).

Kemur við bréf 1508–1568 eða lengur, fyrst lögréttumaður, svo sýslumaður. Var sveinn Vigfúss hirðstjóra Erlendssonar á Hlíðarenda fyrir og til 1521. Bjó á Núpi undir Eyjafjöllum, svo í Skógum. Kona: Cecilía Einarsdóttir í Dal undir Eyjafjöllum, Eyjólfssonar lögmanns, Einarssonar, Dóttir þeirra: Kristín átti Nikulás sýslumann á Blönduósi Björnsson (BB. Sýsl. IV, 423–24; 584; Safn 1, 82) prests á Stað í Grindavík, Ólafssonar. Önnur dóttir Markúsar gæti verið Guðrún, ef til vill laungetin, móðir Þuríðar laundóttur síra Sigurðar á Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar; þetta er þó óvíst (Dipl. Isl.; Ættatölur:soxtfls SD).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.