Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Jónsson

(4. ág. 1806–30. júní 1853)

Prestur.

Foreldrar: Jón lektor Jónsson og kona hans Karítas Illugadóttir.

Tekinn í Bessastaðaskóla 1820, stúdent 1826, með góðum vitnisburði, skráður í stúdentatölu í Kh. 10. jan. 1829, tók annað lærdómspróf s. á. og guðfræðapróf 10. júlí 1834, öll með 2. einkunn. Fekk Stóra Núp 2. okt. 1834, vígðist 8. júní 1835, Holt undir Eyjafjöllum 17. maí 1837 (konungsstaðfesting 2. maí 1838), Odda 22. sept. 1846 og hélt til æviloka. Í biblíunni (Viðey 1841 og Rv. 1859) eru þýðingar hans á bókum Esra og Nehemía. Hefir verið listamaður í höndum (á skrift og teikning).

Kona (2. júlí 1836): Kristín (f. 12. júlí 1816, d: 19. ágúst 1871) Þorgrímsdóttir gullsmiðs á „Bessastöðum, Tómassonar.

Dóttir þeirra: Karítas átti síra Ísleif Gíslason í Arnarbæli (Bessastsk.; Vitæ ord. 1835; HÞ. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.