Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Jónsson

(16. öld)

.

Bóndi, kóngsumboðsmaður.

Faðir: Síra Jón Markússon í Vallanesi, síðar (frá 1530) príor á Skriðuklaustri. Bjó á Víðivöllum í Fljótsdal. Hann útnefndi 31. maí 1540 að Egilsstöðum á Völlum 6 manna dóm út af grun um morð Steingríms Böðvarssonar af völdum konu hans, Sesselju Loftsdóttur.

Kona: Þóra Þorsteinsdóttir sýslumanns í Hafrafellstungu, Finnbogasonar. Börn þeirra: Jón á Víðivöllum ytri, Ingibjörg átti Árna Sturluson á Höskuldsstöðum í Breiðdal (sonardóttir þeirra var Kristín móðir Bessa sýslumanns Guðmundssonar) (BB. Sýsl.; o.fl.) (H.St.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.