Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Gíslason

(30. okt. 1837–15. okt. 1890)

Prestur.

Foreldrar: Gísli Magnússon á Hafþórsstöðum, síðar að Steinum, og kona hans Þórunn Markúsdóttir að Álptá, Markússonar.

F. á Hafþórsstöðum. Lærði undir skóla í tvö ár hjá síra Ólafi Pálssyni (síðast á Mel). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1854, stúdent 1860, með 1. eink. (93 st.), úr prestaskóla 1862, með 2. einkunn betri (41 st.). Vígðist 31. ág. 1862 aðstoðarprestur síra Einars Sæmundssonar í Stafholti, fekk Bergsstaði 22. nóv. 1866, Blöndudalshóla 17. dec. 1869, Fjallaþing 25. okt. 1880 (fór þangað ekki), Stafafell 24. maí 1881 og hélt til æviloka.

Kona (1862): Metta (f. 1838, d. 10. dec. 1915) Einarsdóttir prests Sæmundssonar í Stafholti.

Börn þeirra, sem upp komust: Einar ríkisbókhaldari, Gísli, Kristjana í Rv., Þóra átti Vilhelm kaupmann Jensen í Eskifirði, Sigurður, Sigríður Ólafía (Vitæ ord. 1862; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.