Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Geirsson

(um 1623– dec. 1682)

Prestur.

Foreldrar: Síra Geir Markússon á Helgastöðum og kona hans Steinunn Jónsdóttir í Rauðaskriðu, Þorsteinssonar, Lærði í Hólaskóla, var frá því um 1650 í þjónustu Þorláks byskups Skúlasonar, jafnvel talinn heyrari að Hólum 1653, vígðist 4. maí 1654 að Mývatnsþingum, varð aðstoðarprestur síra Jóns Magnússonar að Laufási 1664, fekk vonarbréf fyrir því prestakalli 26. nóv. s. á., tók til fulls við því 29. maí 1676 og hélt til æviloka.

Kona (kaupmála- og festingarbréf 25. sept. 1660): Elín Jónsdóttir prests og skálds að Laufási, Magnússonar.

Börn þeirra voru: Síra Geir að Laufási, síra Magnús á Grenjaðarstöðum, síra Jón að Laufási, síra Sigurður að Eyjadalsá, Pétur lögsagnari, Sigríður átti síra Jón Þórðarson að Tjörn í Svarfaðardal, Ingibjörg átti Þórarin Vigfússon í Grenivík, Kristín átti Sigurð lögsagnara Einarsson að Geitaskarði. Elín ekkja síra Markúsar bjó eftir lát hans á Grund í Höfðahverfi, varð síðan s.k. síra Gísla Jónssonar á Helgastöðum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.