Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Markús Eiríksson

(um 1687–6. febr. 1750)

Prestur.

Foreldrar: Síra Eiríkur Guðmundsson í Fagranesi og kona hans Halldóra Jónsdóttir lögréttumanns Sigurðssonar, Hrólfssonar. Lærði í Hólaskóla (er þar 1709), vígðist 10. apr. 1712 aðstoðarprestur að Bergsstöðum, og bjó á Leifsstöðum, fekk Bergsstaði og fluttist þangað 1713, varð 1715 aðstoðarprestur síra Jóns Eyjólfssonar yngra í Hvammi í Norðurárdal, fekk það prestakall í fardögum 1718, við uppgjöf hans, og hélt til æviloka. Hann fær lélegan vitnisburð í skýrslum Harboes og er þar talinn ágjarn, enda talsvert efnaður.

Kona: Steinunn Jónsdóttir á Gunnsteinsstöðum, Jónssonar, Dóttir þeirra: Sigríður átti síra Sigurð Jónsson í Stafholti (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.