Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Markús Bergsson
(1688–24. apríl 1741)
Sýslumaður. Laungetinn sonur Bergs lögréttumanns Benediktssonar á Hjalla og Guðrúnar Markúsdóttur á Stokkseyri, Bjarnasonar (voru þau Bergur og Guðrún þá bæði í hjónabandi og áttu hvort sitt systkini). Ólst upp að Gegnishólum með móður sinni. Hann mannaðist vel og var vel viti borinn, en þókti snemma kvenhollur, átti 17 ára barn í lausaleik (sjá sakeyrisreikning Árnesþings 1705–6). Settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 1710, fekk veiting fyrir sýslunni frá Páli Beyer 29. apr. 1711 (samþykki Odds Sigurðssonar 18. júlí s.á.) og hélt til æviloka, bjó í Ögri. Þókti röggsamlegt yfirvald og merkur maður, en breytinn nokkuð. Var róstusamt oftast í héraði hans á árum hans; einkum kvað mikið að deilum hans við Mála-Snæbjörn á Sæbóli. Brot úr þing- og dómabókum hans eru í þjóðskjalasafni.
Kona (1711): Elín Hjaltadóttir prests að Vatnsfirði, Þorsteinssonar og er mynd í Þjóðminjasafni af Markúsi eftir síra Hjalta.
Börn þeirra: Eggert fór utan, varð hermaður, Bjarni stúdent, Björn lögmaður, Sigurður, Bergur dó bl., síra Hjalti aðstoðarprestur í Holti í Önundarfirði, Ingibjörg átti síra Magnús Teitsson að Vatnsfirði, Elín s.k, Sigurðar Sigurðssonar í Holti „ Önundarfirði (BB. Sýsl.; HÞ.).
Sýslumaður. Laungetinn sonur Bergs lögréttumanns Benediktssonar á Hjalla og Guðrúnar Markúsdóttur á Stokkseyri, Bjarnasonar (voru þau Bergur og Guðrún þá bæði í hjónabandi og áttu hvort sitt systkini). Ólst upp að Gegnishólum með móður sinni. Hann mannaðist vel og var vel viti borinn, en þókti snemma kvenhollur, átti 17 ára barn í lausaleik (sjá sakeyrisreikning Árnesþings 1705–6). Settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 1710, fekk veiting fyrir sýslunni frá Páli Beyer 29. apr. 1711 (samþykki Odds Sigurðssonar 18. júlí s.á.) og hélt til æviloka, bjó í Ögri. Þókti röggsamlegt yfirvald og merkur maður, en breytinn nokkuð. Var róstusamt oftast í héraði hans á árum hans; einkum kvað mikið að deilum hans við Mála-Snæbjörn á Sæbóli. Brot úr þing- og dómabókum hans eru í þjóðskjalasafni.
Kona (1711): Elín Hjaltadóttir prests að Vatnsfirði, Þorsteinssonar og er mynd í Þjóðminjasafni af Markúsi eftir síra Hjalta.
Börn þeirra: Eggert fór utan, varð hermaður, Bjarni stúdent, Björn lögmaður, Sigurður, Bergur dó bl., síra Hjalti aðstoðarprestur í Holti í Önundarfirði, Ingibjörg átti síra Magnús Teitsson að Vatnsfirði, Elín s.k, Sigurðar Sigurðssonar í Holti „ Önundarfirði (BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.