Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Markús (Finnbogi) Bjarnason
(23. nóv. 1849–28. júní 1900)
Skólastjóri.
Foreldrar: Bjarni Símonarson að Baulhúsum í Arnarfirði og kona hans Sigríður Markúsdóttir prests á Álptamýri, Þórðarsonar. Fluttist til Rv. um 1870 og gerðist stýrimaður á þilskipi þar 1872.
Nam reikningsreglur #stýrimannafræði af síra Eiríki Briem (þá byskupsskrifara) og tók próf í stýrimannafræði 30. júlí 1873, að tilkvöddum prófdómurum, liðsforingjum á herskipi einu dönsku, er oft var þá hér við land; fullkomnaði sig síðan í Kh. veturinn 1873–4 í seglasaumi o. fl. Var eftir það skipstjóri á þilskipum í Rv. Lauk fullnaðarprófi í stýrimannafræði í Kh. 1881 og veitti síðan einkakennslu í stýrimannafræði í Rv., með nokkurum styrk úr landsjóði frá 1885. Var forstöðumaður stýrimannaskólans í Rv. frá stofnun hans (1890) til æviloka. Ritstörf (auk blaðagreina): Þýð.: S.C. L. Hempel: Frumatriði stýrimannafræðinnar, Rv. 1887.
Kona: (29. okt. 1878): Björg Jónsdóttir að Víðimýri, Jónssonar,
Sonur þeirra: Sigurjón sýslumaður og stjórnarráðsfulltrúi (Andvari XxXxX; Sunnafari VIII; Minningarrit stýrim.sk., Rv. 1941; o. fl.).
Skólastjóri.
Foreldrar: Bjarni Símonarson að Baulhúsum í Arnarfirði og kona hans Sigríður Markúsdóttir prests á Álptamýri, Þórðarsonar. Fluttist til Rv. um 1870 og gerðist stýrimaður á þilskipi þar 1872.
Nam reikningsreglur #stýrimannafræði af síra Eiríki Briem (þá byskupsskrifara) og tók próf í stýrimannafræði 30. júlí 1873, að tilkvöddum prófdómurum, liðsforingjum á herskipi einu dönsku, er oft var þá hér við land; fullkomnaði sig síðan í Kh. veturinn 1873–4 í seglasaumi o. fl. Var eftir það skipstjóri á þilskipum í Rv. Lauk fullnaðarprófi í stýrimannafræði í Kh. 1881 og veitti síðan einkakennslu í stýrimannafræði í Rv., með nokkurum styrk úr landsjóði frá 1885. Var forstöðumaður stýrimannaskólans í Rv. frá stofnun hans (1890) til æviloka. Ritstörf (auk blaðagreina): Þýð.: S.C. L. Hempel: Frumatriði stýrimannafræðinnar, Rv. 1887.
Kona: (29. okt. 1878): Björg Jónsdóttir að Víðimýri, Jónssonar,
Sonur þeirra: Sigurjón sýslumaður og stjórnarráðsfulltrúi (Andvari XxXxX; Sunnafari VIII; Minningarrit stýrim.sk., Rv. 1941; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.