Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Margrét Vigfúsdóttir

(1406 – 1486)

. Systir Ívars Hólms Vigfússonar yngra, sem veginn var 1433. Gift í Brautarholti á Kjalarnesi 14. okt. 1436; fekk m. a. heiman Hlíðarenda og fylgijarðir þar í grennd og alls 6 hundruð hundraða til kaups við bónda sinn, Þorvarð á Möðruvöllum, son Lofts ríka.

Var meðal fremstu virðingarkvenna á Íslandi á 15. öld.

Missti mann sinn 1446 og bjó svo lengi rausnarbúi á Möðruvöllum; síðari ár hjá tengdasyni sínum Páli Brandssyni lögmanni. Um börn hennar og Þorvarðs, sjá hann (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.