Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Margrét Valdimarsdóttir

(25. jan. 1880–24. jan. 1915)

Leikari,

Foreldrar: Valdimar að Litla Hóli í Eyjafirði Hallgrímsson (Tómassonar á Steinsstöðum) og kona hans Guðrún Þorbergsdóttir hreppstjóra í Sauðhaga í Skriðdal, Benjamínssonar. Talin mjög fjölhæf til munns og handa. Einkum er viðbrugðið söng, leikaragáfum og hannyrðum hennar, Minningarsjóður um hana til eflingar leiklist á Ak. var stofnaður eftir lát hennar. Maður (31. dec. 1913): Jón trésmiður og kaupmaður á Ak. Þorvaldsson, og dó hún af barnsförum, að dóttur (Óðinn XVII; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.