Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Margeir Jónsson

(15. okt. 1889 – 1. mars 1943)

. Bóndi, fræðimaður. Foreldrar: Jón (d. 18. maí 1926, 83 ára) Björnsson á Ögmundarstöðum í Skagafirði og kona hans Kristín (d. 10 jan. 1932, 81 árs) Steinsdóttir í Stóru-Gröf, Vigfússonar, Búfræðingur á Hólum 1908; lauk kennaraprófi 1910.

Bóndi á Ögmundarstöðum; stundaði barnakennslu og síðan unglingakennslu til 1930.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Fekkst mikið við fræðastörf; safnaði örnefnum. Ritstörf: Torskilin bæjanöfn I–II, Ak. 1921 og 1924; Bæjanöfn á Norðurlandi II– IV, Rv. 1929 og 1933; Ráðningar drauma, Ak, 1936; Miðaldir í Skagafirði (Skagfirzk fræði 111), Rv. 1941: auk þess ýmsar ritgerðir í blöðum og tímaritum. Sá um: Stuðlamál II, Ak, 1925–32. Kona 1 (21. apr. 1918): Helga (d. 14. sept. 1919, 19 ára) Pálsdóttir trésmiðs á Sauðárkróki, Friðrikssonar.

Sonur þeirra: Friðrik Lúther cand. mag. Kona 2 (8. apr. 1925): Helga (f. 22. jan. 1901) Óskarsdóttir í Kjartansstaðakoti, Þorsteinssonar. Börn þeirra: Hróðmar kennari í Rv., Margrét Eybjörg, Jón Helgi við menntaskólanám, Sigríður (Br7.; Skagfirzk fræði VI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.