Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Þórólfsson

(– – 1667)

Stúdent.

Foreldrar: Þórólfur lögréttumaður Guðmundsson að Sandlæk og kona hans Guðrún Magnúsdóttir í Traðarholti, Guðmundssonar. Lærði í Skálholtsskóla, mun hafa orðið stúdent laust fyrir 1650, var síðan skrifari hjá síra Þorsteini Björnssyni að Útskálum og er þar enn 1659, fór síðan vestur, lézt undir sjávarklettum við Ólafsvík, ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.