Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Þórhallason

(um 1719–23. júlí 1795)

Prestur. Síra Þórhalli Magnússon að Borg og f. k, hans Guðrún Gísladóttir, Nikulássonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1737, stúdent 13. júní 1740, með vitnisburði í meðallagi, var síðan í þjónustu Jóns byskups Árnasonar og því næst ekkju hans, en loks hjá Magnúsi amtmanni Gíslasyni að Leirá (1745–6). vígðist 9. júní 1746 aðstoðarprestur síra Björns Thorlaciuss í Görðum á Álptanesi, gegndi því prestakalli eftir lát hans, til vors 1747, fekk Villingaholt 29. apr. 1750, lét þar af prestskap 1784, andaðist hjá syni sínum á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann þókti ekki mikill gáfumaður, en vandaður og skyldurækinn. Hann var hagmæltur (erfiljóð eftir hann í útfm. Guðrúnar byskupsekkju Einarsdóttur, Hólum 1778).

Kona: Guðrún (f. um 1713) Hákonardóttir í Haga, Magnússonar.

Börn þeirra: Margrét átti Árna Eiríksson í Hjálmholti, Þorkell kateket í Grænlandi, síðar verzlunarstj. í Rv., Björn í Nesi í Flóa, síra Þórhalli á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Ragnhildur s.k. síra Halldórs Þórðarsonar á Torfastöðum, Ári vestanpóstur, síðar verzlunarmaður í Rv. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.