Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Þórarinsson

(1767– ágúst 1803)

Klausturhaldari.

Foreldrar: Þórarinn sýslumaður Jónsson á Grund og kona hans Sigríður Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar, Tekinn í Hólaskóla 1785, stúdent 1789, fór utan sama ár, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. maí 1790, með 2. einkunn, kom til landsins 1791 og varð þá umsjónarmaður með brennisteinsvinnslu í Húsavík, bjó um hríð á Grund, fekk hálft Munkaþverárklaustur 1795, tók við því 11. maí 1796, fluttist þá þangað og hélt til æviloka.

Talinn lítt að sér og fákænlegur.

Kona (1792): Ingibjörg (f. 6. ág. 1767, d. 5. sept. 1820) Hálfdanardóttir rektors, Einarssonar, talin hinn bezti kvenkostur á sinni tíð. Synir þeirra: Þórarinn sýslumaður Öfjord, Hálfdan efnismaður, fór í Bessastaðaskóla 1816, d. úr brjóstVeiki 18. júlí 1816 (f. 8. apríl 1795), síra Páll að Sandfelli (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.