Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Þorvarðsson

(um 1670– jan. 1710)

Prestur.

Foreldrar: Þorvarður lögréttumaður Magnússon í Bæ í Borgarfirði og s.k. hans Guðný Gunnarsdóttir prests á Gilsbakka, Pálssonar. Lærði í Skálholtsskóla (er þar veturinn 1685–6), fekk Skarðsþing 1695, en varð að fara 1699 til móður sinnar að Bæ, geðbilaður og krepptur á líkama, og kom ekki aftur til prestakalls síns, en sleppti því ekki að fullu fyrr en 1702, fekk tillag af prestsetrum 1703, var síðan fyrst hjá móður sinni, en eftir það á Akranesi, hjá Gunnari stúdent, bróður sínum, og andaðist þar ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.