Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Þorvaldsson

(um 1705–1765?)

Skrifari, stúdent.

Launsonur Þorvalds Péturssonar frá Látrum í Aðalvík og Kristínar Ólafsdóttur á Ánastöðum á Vatnsnesi, Gíslasonar.

En ætlun manna var, að Pétur Tómasson (prests að Snæfjöllum), faðir Þorvalds, væri réttur faðir hans, en hann átti systur Kristínar. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent skömmu fyrir 1730, varð síðan skrifari Bjarna ríka Péturssonar að Skarði, átti barn við Þrúði, dóttur hans (29. nóv. 1738). varð af því málavafstur, en þá var Magnús kominn í þjónustu Þorsteins Pálssonar í Búðardal, 1739 í þjónustu Jóns alþingisskrifara Þórðarsonar, kenndi sonum Jakobs Eiríkssonar að Búðum um 1745–6, síðar tók Bjarni ríki hann aftur í þjónustu sína, eftir að Þrúður var gift og látin; er enn á lífi í ágúst 1765, en hefir líkl. andazt s.á., ókv. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.