Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Þorsteinsson

(– – 6. maí 1662)

Sýslumaður í Árbæ í Holtum.

Foreldrar: Þorsteinn sýslumaður Magnússon í Þykkvabæ og fyrsta kona hans Guðríður yngri Árnadóttir Prests í Holti undir Eyjafjöllum, Gíslasonar. Kann að hafa haldið vesturhluta Skaftafellsþings með Hákoni, bróður sínum, 1650–5 eða þar um bil, tók með honum við Þykkvabæjarklaustri 1653 og mun hafa haldið til æviloka. Hafði og Skammbeinsstaðaumboð Skálholtsstóls, er hann lézt. Settur sýslumaður í Rangárþingi eða lögsagnari 1657–9.

Kona 1: Guðrún Teitsdóttir á Holtastöðum (Björnssonar prests á Mel).

Dóttir þeirra: Þuríður átti Magnús lögsagnara Kortsson í Árbæ.

Kona 2: Guðrún Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Síra Einar í Holtaþingum, Katrín átti síra Þórð Bárðarson á Torfastöðum, Guðríður átti Guðmund yngra Jónsson að Eyvindarmúla, Eyjólfssonar, Kristín átti Guðmund lögréttumann Þórðarson, Guðrún, Kristín önnur. Launsonur hans: Vigfús (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.