Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Þorsteinsson

(3. jan. 1872–4. júlí 1922)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn læknir Jónsson í Vestmannaeyjum og kona hans Matthildur Magnúsdóttir að Fjarðarhorni, Þorkelssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1885, stúdent 1891, með 2. einkunn (70 stig), próf úr prestaskóla 1893, með 2. einkunn lakari (29 st.). Var síðan um tíma í Kh., kennari í Vestmannaeyjum og verzlunarmaður í Vík í Mýrdal 1895–. Vígðist 26. sept. 1897 aðstoðarprestur síra Halldórs Ó. Þorsteinssonar í Landeyjaþingum, fekk það prestakall 12. sept. 1898, 30 bjó að Bergþórshvoli, fekk Mosfell í Mosfellssveit 18. maí 1904 og hélt til æviloka, bjó að Lágafelli, Grein eftir hann er í Frey.

Kona (22. maí 1898): Valgerður (alin upp að Skógum eystri) Gísladóttir á Kolbeinsstöðum á Miðnesi, Jónssonar.

Börn þeirra: Kristín, Bergþór Njáll, Þorsteinn, Matthildur, Ástríður átti Tómas kennara Jóhannesson, Margrét (dó barn), Ólafur söngvari, Árni, Guðrún. Valgerður ekkja síra Magnúsar átti síðar Ingvar rafvirkja Eymundsson Ísdal, en skildi við hann. Hafði síðar greiðasölu við Leirvogsvatn í Mosfellssveit (BjM. Guðfr.; Bjarmi, 16. árg.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.