Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Þorkelsson
(– –um 1518)
Sýslumaður að Skriðu í Reykjadal.
Foreldrar: Síra Þorkell Guðbjartsson að Laufási og Þórdís Sigurðardóttir á Svalbarði, Björnssonar. Hafði umboð föður síns yfir Laufási 1478–9. Hélt Vaðlaþing 1482–90.
Var síðan lögréttumaður lengi.
Stórbóndi, auðugur og mikilfengur. Mun hafa búið fyrst á Grýtubakka, en haft síðan bú bæði á Svalbarði og að Skriðu.
Átti deilur við ýmsa, mága sína o. fl., en einkum við Hrafn lögmann Brandsson, og kom til vopnaviðskipta með þeim.
Kona (1477). Kristín Eyjólfsdóttir að Urðum, Arnfinnssonar. Synir þeirra: Jón lögréttumaður á Svalbarði, Árni, Eyjólfur (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; Safn III).
Sýslumaður að Skriðu í Reykjadal.
Foreldrar: Síra Þorkell Guðbjartsson að Laufási og Þórdís Sigurðardóttir á Svalbarði, Björnssonar. Hafði umboð föður síns yfir Laufási 1478–9. Hélt Vaðlaþing 1482–90.
Var síðan lögréttumaður lengi.
Stórbóndi, auðugur og mikilfengur. Mun hafa búið fyrst á Grýtubakka, en haft síðan bú bæði á Svalbarði og að Skriðu.
Átti deilur við ýmsa, mága sína o. fl., en einkum við Hrafn lögmann Brandsson, og kom til vopnaviðskipta með þeim.
Kona (1477). Kristín Eyjólfsdóttir að Urðum, Arnfinnssonar. Synir þeirra: Jón lögréttumaður á Svalbarði, Árni, Eyjólfur (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; Safn III).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.