Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Ólafsson

(um 1573–22. júlí 1636)

Prestur, skáld.

Faðir nefndur Ólafur Helgason að Hofsá í Svarfaðardal, en Magnús talinn tekinn af móður sinni Örendri, er var á verðgangi, og alinn upp af Bessa Hrólfssyni að Urðum, aðrir Segja Benedikt sýslumanni ríka Halldórssyni á Möðruvöllum (sonarnafn síra Magnúsar styður þessa frásögn; þó var Benediktsnafn til í ætt konu hans).

Lærði í Hólaskóla, var síðan í hásk, í Kh., kom aftur til landsins 1599, Svo er talið, að hann væri fyrst prestur að MöðruVallaklaustri, missti 1607 prestskap vegna lausaleiksbrots (sjá Sakeyrisreikninga Vaðlaþings 1607–8), hafi farið síðar utan þess vegna, og sé sá Magnus Olai, sem baccalaureus varð 29. júlí 1611, en það er ólíklegt; hafi eftir það orðið aðstoðarprestur á Völlum í Svarfaðardal, gegndi þó rektorsembætti að Hólum veturinn 1620–I, fekk Laufás 1622 og hélt til æviloka. Hann var fræðimaður mikill. Eftir hann er pr. í Kh. 1650: Specimen lexici Runici, latnesk þýðing Snorra-Eddu, Kh. 1665; hann veitti og mikinn stuðning Ole Worm (sjá bréf hans). Hann var með beztu skáldum, og er fátt eitt eftir hann pr. með öðrum ritum (Anatome Blefkeniana, Apotribe Calumniæ, og Epistola pro patria defensoria, eftir síra Arngrím lærða Jónsson, í Spegli eilífs lífs eftir Ph. Nicolai, Hól. 1608, í Eintali sálarinnar, í Grammatica Latina, Hól. 1616, í Danica literatura Ole Worms, í Snorra Eddu, Kh. 1665, Miðvikudagapredikunum Jóns byskups Vídalíns 1746, Höfuðgreinabók, Hól. 1772, Vísnabók, JH. Bps. II), en margt er varðveitt í handritum (í Lbs. og ýmsum útl. söfnum); þar af má nefna Flateyjarrímu (í Lbs.). Mynd af honum er í þjóðminjasafni.

Kona: Agnes Eiríksdóttir prests að Auðkúlu, Magnússonar.

Börn þeirra: Steinvör átti Sigurð Björnsson frá Laxamýri, Magnússonar, Benedikt stúdent á Finnsstöðum í Kinn (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV–V; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.