Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Ólafsson

(1746–14. okt. 1834)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur sýslumaður Árnason í Haga og kona hans Halldóra Teitsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1765, stúdent 10. maí 1769, vígðist 3. nóv. 1771 aðstoðarprestur síra Daða Guðmundssonar á Heiði í Mýrdal, bjó í Vík, fekk Berufjörð 1773, Bjarnanes 8. febr. 1785, lét þar af prestskap 1829, hafði flutzt að Stapa 1801 og andaðist þar.

Hann átti talsverðar deilur við Jón sýslumann Helgason að Hoffelli, enda virðist hafa verið nokkuð þrætugjarn; var allvel að sér og hagmæltur.

Kona 1: Guðrún Bergsdóttir prests í Bjarnanesi, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Síra Bergur að Hofi í Álptafirði, Ingibjörg átti fyrr síra Hálfdan Oddsson að Mosfelli, síðar síra Jón Árnason í Gufudal, Ólafur hvarf með undarlegum hætti 1801.

Kona 2: Rannveig Jónsdóttir prests yngra í Bjarnanesi, Bergssonar (bróðurdóttir f.k. hans); hún fekk óorð af Ingimundi Halldórssyni að Miðskeri, og er mikil rekistefna og bréfagerðir um það efni og kom til byskups.

Börn þeirra: Jón í Berjanesi, Þóra átti Sigurð Hallsson frá Hólum, Mensalder Raben að Skálafelli, Guðrún f. k. Guðmundar Kolbeinssonar að Setbergi í Nesjum, Herdís s. k. sama manns, Páll í Dilksnesi, Bergur yngri að Háhól, Þorleifur, Sigurður, Matthías (HÞ.; SGrBf.; Alm. þjóðvinafél. 1932).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.