Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Ásgeirsson

(6. jan. 1863–29. sept. 1902)

Læknir.

Foreldrar: Ásgeir hreppstjóri Magnússon að Kleifum í Seyðisfirði og kona hans Rannveig Ólafsdóttir í Skjaldfönn, Jónssinar, Tekinn í Reykjavíkurskóla 1878, stúdent 1884, með 2. eink, (75 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. 10. júní 1896, með 2. einkunn lakari (102 st.). Settur 3. sept. 1896 aukalæknir í 14. aukalæknishéraði og 9. ág. 1899 í 5. aukalæknishéraði. Var héraðslæknir í Þingeyrarhéraði frá 6. apr. 1900 til æviloka.

Kona (9. júlí 1898): Magnea Guðrún (f. 24. júní 1877) Ísaksdóttir verzlunarmanns á Eyrarbakka, Jónssonar.

Sonur þeirra: Ásgeir vélstjóri í Rv. (Lækn.; BB. Sýsl. TII lagfærist).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.