Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Árnason (Skraut-Mangi)

(1224–1310)
. Foreldrar; Árni óreiða í Brautarholti og síðar í Saurbæ á Kjalarnesi Magnússon (Ámundasonar, Þorgeirsonar, Þórarinssonar skálds, Skeggjasonar) og kona hans Hallbera Snorradóttir, Sturlusonar frá Hvammi. Bjó í Saurbæ á Kjalarnesi og er getið þar 1252. Mun hafa verið síðastur allsherjargoði þeirra langfeðga. Sonur hans: Ólafur prestur í Görðum á Álftanesi (sjá hann) (Sturl.; Ann.; Árna bps. saga; SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.