Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Árnason

(29. nóv. 1745–18. ág. 1828)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Jónsson í Fagranesi og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Tekinn í Hólaskóla 1760, stúdent 8. apr. 1767, með vitnisburði í meðallagi, var djákn á Reynistað 1767–T1, síðan um hríð í þjónustu Bjarna sýslumanns Halldórssonar á Þingeyrum, vígðist 22. júní 1777 aðstoðarprestur föður síns, fekk Fagranes 21. nóv. 1778, eftir lát hans, beiddist þar lausnar vegna meiðsla 22. mars 1824, fluttist að Meyjarlandi og andaðist þar. Hann var búsýslumaður mikill og hraustmenni, vel látinn, en ekki mikill lærdómsmaður.

Kona (1786): Sigríður (f. 23. okt. 1749, d. 31. júlí 1834) Nikulásdóttir á Neðri Fitjum, Halldórssonar.

Börn þeirra: Gísli, efnismaður, hrapaði til bana í Tindastól 16. nóv. 1818, Helga átti Sigurð Guðmundsson á Heiði, Benedikt á Meyjarlandi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.