Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Árnason

(28. dec. 1828–22. okt. 1920)

Trésmiður.

Foreldrar: Árni Sigurðsson í Stokkhólma og kona hans Margrét Magnúsdóttir í Vallholti, Péturssonar. Nam trésmíðar í Rv. 1847–51, var síðan 2 ár í Kh. að smíðum. Stundaði trésmíðar nyrðra og bjó að Enni á Höfðaströnd 1861– 71, var síðan í Rv. til æviloka. Smiður ágætur, smíðaði t.d. prentvél, afkastamaður, glímumaður, söngmaður og söngelskur,

Kona (1861): Vigdís Ólafsdóttir prests í Viðvík, Þorvaldssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Ólafur í Arnarbæli, Sigurður læknir á Patreksfirði, Sigríður átti Jón Magnússon á Grjóteyri í Kjós, Kristinn skipstjóri, Elín átti Svein trésmið Jónsson í Rv., Anna átti Jakob útgerðarmann Sigurðsson á Seyðisfirði, Jósep trésmiður í Rv. (Óðinn VII; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.