Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Árnason
(10.jan. 1772–26. apr. 1838)
Prestur.
Foreldrar: Síra Árni Þórarinsson á Lambastöðum, síðar byskup, og kona hans Steinunn Arnórsdóttir, Lærði hjá föður sínum og síra Guðmundi Þorgrímssyni.
Tekinn í Hólaskóla 1787, fór frá Hólum með móður sinni og var síðan ekki í skólanum, stúdent úr heimaskóla frá Páli rektor Hjálmarssyni 11. maí 1793, með þeim vitnisburði, að gáfur hans væru í tregara lagi. Var síðan með móður sinni, vígðist 13. okt. 1799– aðstoðarprestur síra Snorra Björnssonar í Hofstaðaþingum, bjó á Flugumýri, fekk Ríp 31. maí 1802, en Þingeyraklaustursprestakall 27. apríl 1811, hélt til æviloka og bjó í Steinnesi. Hann var gáfnatregur og nokkuð málstirður, en stundaði vel störf sín, sæmilegur búmaður, ljúfmenni og gestrisinn, hneigður til að teikna og mála. Hann hefir samið prestaskrá nyrðra 1820 (Lbs. 464, 8vo.).
Kona (9. okt. 1798): Anna (f. 23. febr. 1774, d. 9. jan. 1858) Þorsteinsdóttir prests í Stærra Árskógi, Hallgrímssonar. Dætur þeirra, sem upp komust: Steinunn þjónustustúlka á Hvítárvöllum, dó þar 3. júní 1821, óg. og bl., Þórdís átti launbarn, giftist síðan Einari hreppstjóra Skúlasyni að Stóru Borg, Guðríður (eignuð öðrum en síra Magnúsi, JEsp. Ættb.) átti fyrst Georg Pétur Einarsson Hjaltested að Helgavatni og víðar, en síðar Einar Guðmundsson að Læk í Melasveit, Helga átti Björn Kortsson á Möðruvöllum í Kjós, Sigríður átti síra Jón Halldórsson síðast í Saurbæjarþingum, Margrét varð s. k. sama manns (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Árni Þórarinsson á Lambastöðum, síðar byskup, og kona hans Steinunn Arnórsdóttir, Lærði hjá föður sínum og síra Guðmundi Þorgrímssyni.
Tekinn í Hólaskóla 1787, fór frá Hólum með móður sinni og var síðan ekki í skólanum, stúdent úr heimaskóla frá Páli rektor Hjálmarssyni 11. maí 1793, með þeim vitnisburði, að gáfur hans væru í tregara lagi. Var síðan með móður sinni, vígðist 13. okt. 1799– aðstoðarprestur síra Snorra Björnssonar í Hofstaðaþingum, bjó á Flugumýri, fekk Ríp 31. maí 1802, en Þingeyraklaustursprestakall 27. apríl 1811, hélt til æviloka og bjó í Steinnesi. Hann var gáfnatregur og nokkuð málstirður, en stundaði vel störf sín, sæmilegur búmaður, ljúfmenni og gestrisinn, hneigður til að teikna og mála. Hann hefir samið prestaskrá nyrðra 1820 (Lbs. 464, 8vo.).
Kona (9. okt. 1798): Anna (f. 23. febr. 1774, d. 9. jan. 1858) Þorsteinsdóttir prests í Stærra Árskógi, Hallgrímssonar. Dætur þeirra, sem upp komust: Steinunn þjónustustúlka á Hvítárvöllum, dó þar 3. júní 1821, óg. og bl., Þórdís átti launbarn, giftist síðan Einari hreppstjóra Skúlasyni að Stóru Borg, Guðríður (eignuð öðrum en síra Magnúsi, JEsp. Ættb.) átti fyrst Georg Pétur Einarsson Hjaltested að Helgavatni og víðar, en síðar Einar Guðmundsson að Læk í Melasveit, Helga átti Björn Kortsson á Möðruvöllum í Kjós, Sigríður átti síra Jón Halldórsson síðast í Saurbæjarþingum, Margrét varð s. k. sama manns (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.