Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Waage (Jónsson)

(24. júlí 1799–26. sept. 1857)

Skipherra í Stóru Vogum.

Foreldrar: Jón dbrm. Daníelsson í Stóru Vogum og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Nam stýrimannafræði í Kh., en skipasmíðar í Noregi. Hafði búskap mikinn og þilskipaútgerð í Stóru Vogum, kenndi jafnvel stýrimannafræði út frá sér.

Kona: Guðrún Eggertsdóttir prests í Reykholti, Guðmundssonar,

Börn þeirra: Eggert stúdent og kaupmaður í Rv., Eyjólfur í Garðhúsum við Stóru Voga, Benedikt í Suðurkoti í Vogum, Jón í Stóru Vogum, Guðrún átti Pál gullsmið Einarsson í Sogni í Kjós, Vigdís átti Guðmund alþm. Ólafsson á Fitjum, Margrét óg. og bl. Launsonur Magnúsar (með Guðrúnu Jónsdóttur í Höll, Guðmundssonar): Stefán múrari í Rv. (skrifaður Egilsson). Laundóttir Magnúsar: Jórunn átti Lárus Hallgrímsson prests í Görðum, Jónssonar. Fleiri munu hafa verið launbörn Magnúsar (BB. Sýsl.; Minningarrit stýrimannaskólans, Rv. 1941).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.