Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Torfason

(3. júní 1806–1. maí 1852)

Prestur.

Foreldrar: Síra Torfi Jónsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð og kona hans Ragnhildur Guðmundsdóttir prests að Hrepphólum, Magnússonar. F. að Hruna. Lærði fyrst 2 vetur hjá síra Steingrími síðar byskupi Jónssyni, síðar 2 vetur hjá síra Helga síðar byskupi Thordersen, stúdent frá honum úr heimaskóla 1827, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1828, með 2. einkunn, tók annað lærdómspróf 1829, með 1. einkunn, lagði stund á guðfræði, en kom til landsins aftur vegna féleysis 1830. Fekk Stað í Grindavík 5. nóv. 1832, vígðist 19. maí 1833, Eyvindarhóla 1835 og hélt til æviloka.

Kona (1831): Guðrún (f. 1803, d. 25. apríl 1884) Ingvarsdóttir að Skarði á Landi, Magnússonar.

Börn þeirra: Guðni í Forsæti í Landeyjum, Ingvar að Gaularási, Torfi verzlunarmaður, Jóhann að Brunnum í Suðursveit, Brynjólfur fór til Vesturheims, Ragnheiður s. k. Sigurðar dbrm. Magnússonar á Skúmsstöðum (Vitæ ord. 1833; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.